Thursday, July 29, 2010

# 131

Ætlaði að gera stórt haust trend blogg en villtist inn á Solestruck. Alltof, ALLTOF margir fallegir new in Jeffrey Campbell. Veit ekki hvort ég á að gráta eða vera sjúklega ánægð yfir því að vera ekki ennþá úti, held að ég myndi neyðast til að eyða aleigunni í skó!


LITA í rauðu!! Hversu fallegir eru þessir skór? Ég á ekki orð.

Fullkomnir litir, fullkominn hæð á platforminu og hælnum. Love love love.

Hversu yndislegir yrðu þessir skór i vetur? Held ég myndi ekki geta beðið um neitt meira með þessa á fótunum.

Og síðast en ekki síst. Þessir skór eru fullkomnun. Burberry inspired, passa við allt. Ég mun ekki verða róleg fyrr en ég eignast þessa skó. Ég er ástfangin, grínlaust.

En yfir í annað. Ég er að fara á Þjóðhátíð í fyrramálið svo það verður ekki mikið um blogg næstu daga. Tek myndir en lofa engu um hversu fashionable þær verða haha. Sé ykkur þar!



xo


Tuesday, July 27, 2010

# 130

Afsakið hvað þetta blogg er mikið að breytast í myndadagbók Þórhildar. Sumarið er bara svo yndislegt og ég er búin að vera ansi dugleg við að hafa myndavélina á mér. Þessar eru frá laugardeginum þar sem ég, Sibba og Kitta eyddum deginum í að passa sætasta hvolp í heimi og njóta góða veðursins.
















Maxi kjóll og leðurjakki frá Forever 21. Skór frá Steve Madden.



Fór á útgáfutónleikana hjá For a Minor Reflection strákunum á laugardaginn. Mjög vel heppnaðir, splæsti í eitt stk disk og er búin að hlusta á hann mikið síðan. Áfram íslenskir hæfileikar!

xo

Wednesday, July 21, 2010

# 129

LungA var snilld. Seyðisfjörður er einn fallegasti staður sem ég hef komið til. Við fórum suðurleiðina á miðvikudaginn og lögðum af stað heim um hádegi á sunnudeginum. Enduðum á að keyra hringinn, þó það hafi ekki alveg verið planið. Keyrðum smá í vitlausa átt á heimleiðinni. Haha, en við gátum bara hlegið að því, gerði ferðina bara að enn meira ævintýri þegar allt kom til alls. Og vá, hvað Ísland er mikið lang fallegasta land í heimi. Þannig er það bara.

Myndir sem teknar voru á einnota vél sem var með í för, set þær sem ég tók á digital örugglega inn seinna.






























Svo langar mig líka bara að segja, ég hitti alveg ótrúlega mikið af frábæru fólki, meðal annars mörg af ykkur. Risa knús og kram til þeirra sem komu til mín og sögðu fallega hluti um þetta blogg og mig, mér þykir svo ótrúlega mikið vænt um það. Rosa mikil hvatning til að halda áfram, sérstaklega þar sem það hafa verið nokkuð margir að haka í "boring" takkann hér fyrir neðan upp á síðkastið haha.

love

Tuesday, July 20, 2010

# 128

Nokkrar myndir frá síðustu vikum af filmunni sem ég var að framkalla.




xo

Tuesday, July 13, 2010

# 127

Jæja!

Ég er farin á LungA og verð þar fram á sunnudag.
Ullarpeysa, timberland skór, góð tónlist, tíska, listir, tópas og (fokking) 4 nætur í tjaldi bíða mín. Spennó. Svo hef ég heldur aldrei komið til Seyðisfjarðar.

Verð rosa dugleg að blogga þegar ég kem heim, lofa!

xo




Thursday, July 8, 2010

# 126

Shoe Porn






1. Jeffrey Campbell. 2. Michael Kors. 3. Senso.

Ef ég hefði fengið fáránlega vel útborgað um mánaðarmótin væru þessi pör á leiðinni til mín frá Solestruck.com. I looooove.

Tuesday, July 6, 2010

# 125

Til sölu
Marc by Marc Jacobs Lil Lower tote




Alveg ónotuð, enn með miðanum og allt. Mega næs í skólann. Stærð 14,5 x 13,5 cm. Kommentið eða sendið email ef þið hafið áhuga.

Fyrir þá sem vilja detail, þá er hún nákvæmlega eins og þessi hérna fyrir utan litinn:

http://cgi.ebay.com.au/MARC-JACOBS-Little-Lower-Tote-Green-Bag-Shopper-NEW-/190394182813

xo

# 124

ACNE






Its official. ACNE eru ókrýndir meistarar Aviator jakkans. Get ekki þessa fegurð. Möst have no 1 fyrir haustið, ekki spurning.


Monday, July 5, 2010

# 123

Best of European mens fashion week


Jil Sander


Acne


Kenzo


Ann Demeulemeester


Givenchy


Viktor & Rolf


Alexander McQueen


John Galliano

Áberandi eru rendur, neon litir, cargo pants, splatters, mynstruð jakkaföt og hvítt hvítt hvítt.
Held mig vanti eitt stk mega stylish kærasta.
..bara svona því það er svo fínt að hafa einn upp á arminn!

xx

Sunday, July 4, 2010

# 122

Á föstudaginn hitti ég fallegar vinkonur eftir alltof langan aðskilnað. Fengum okkur sushi, hvítvín og röltum svo niður í bæ í yndislegu íslensku sumarveðri. Myndavélin var með í för.



















Ég er í kjól úr H&M, leðurjakka úr Forever 21, skóm frá Steven by SM, hárband úr Forever 21 og taskan er Louis Vuitton.

xxxx