Monday, August 30, 2010

# 139

Tattoo inspiration

Falleg tattoo á fallegum stöðum, mig langar í!

myndir af tattoologist
x

Friday, August 27, 2010

# 138





Fann þennan 15 ára gamla aviator jakka í skápnum hjá stjúp pabba mínum, hann er eiginlega bara fullkomin! Nú hlakkar mig bara til að það verði nógu kalt til að ég geti notað hann.


Elsk elsk elska Bombay Bicycle Club. Fékk nýja diskinn þeirra í afmælisgjöf og hann er á replay, yndisleg plata. Hlakka endalaust til að sjá þá á airwaves í október! ví.

# 137

Cartilage piercing

Cartilage Piercing Photograph


Cartilage Piercing Photograph

Cartilage Piercing Photograph

Cartilage Piercing Photograph


Cartilage Piercing Photograph

Var að fá mér. Get ekki beðið eftir að kaupa mér fína hringi og keðjueyrnalokka á ebay!

x

Thursday, August 26, 2010

# 136

Halló halló!

Ég biðst forláts á að vera afar óaktív við að halda þessu bloggi lifandi. Er búin að vera svo ótrúlega upptekin við flutninga enn og aftur. En nú er ég búin að koma mér fyrir, byrjuð í skólanum og meira að segja komin með vinnu! Byrjaði í Rokk & Rósum núna í ágúst og gæti ekki verið ánægðari þar, sérstaklega þar sem eitt af því fyrsta sem ég gerði ásam fríðu föruneyti var að taka upp allt nýtt og fallegt og setja upp í búðinni. Ponchos, lúðrasveitarjakkar, töskur, belti, kjólar, skór og kápur. Yndislegt að vera í kringum alla þessa fallegu hluti. Maður þarf alveg að passa sig þegar það er svona mikið fínt að freistast ekki of mikið.




Ég fékk mér þessa fallegu tösku, og ekki sakar að hún er Dooney & Bourke! Ætlaði alltaf að fá mér eina hjá konu sem var með bás af þeim í New York en átti einhvern veginn aldrei pening, eins gott því hún var að selja þær meira en helmingi dýrari en Rokk & Rósir, en ég fékk hana á 6.900 sem er eiginlega bara fáránlegt verð fyrir Dooney, LIKE. Hún er svo vönduð að ég á eftir að eiga hana að eilífu. Held það séu ennþá einhverjar eftir, svo hurry hurry fólk.

Ég er í poncho frá forever 21, maxi kjól frá forever 21 og með Dooney töskuna frá Rokk & Rósum.

xx

Friday, August 20, 2010

# 135

Ó Arcade, ég held að orð fái því ekki lýst hversu mikið ég elska ykkur.



Hvernig er hægt að gefa út svona góða plötu? Ég sem hélt að Neon Bible og Funeral yrðu seint toppaðar. Long story short, farið og kaupið the Suburbs ekki seinna en n.ú.n.a.

x

Thursday, August 12, 2010

# 134

FATAMARKAÐUR

Þórhildur og Sibba selja fötin sín á Faktorý

Eftir að hafa sankað að okkur fötum úr öllum áttum í mörg ár erum við loksins búnar að taka okkur til og hreinsa út til að rýma fyrir nýju!

Við munum selja gersemarnar okkar á spottprís núna á laugardaginn 14. ágúst í portinu hjá Faktorý bar (inni ef illa viðrar) frá klukkan 12 - 17:30. Þar verður "Fatamarkaðs Húllumhææ:)" í gangi og ýmsir aðrir að selja líka. Fyrir þá sem ekki vita er Faktorý er til húsa við Smiðjustíg 6, þar sem gamla Grand Rokk var, beint á móti Hverfisbarnum.

Fatnaður, skór og fylgihlutir, notað og nýtt, en allt að sjálfsögðu í toppástandi!


Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og munið, fyrstir koma fyrstir fá!

LOVE

http://www.facebook.com/event.php?eid=119446781438272&ref=mf

Tuesday, August 10, 2010

# 133



Ástæðan fyrir þessari mynd af skóhillunni minni hér er ekki upp á sýniþörfina :) Heldur bara til að halda upp á það, að loksins er ég búin að fara í gegnum fötin mín og skóna og flest allt er komið á góðan stað, m.a. uppáhalds skópörin mín eins og sjá má hér að ofan.

Fatamarkaður um helgina, meira um það síðar!

xx

Er búin að vera að hlusta á acoustic Yeah Yeah Yeahs í allt kvöld. Mjög frábrugðið þeirra venjulega hráa stíl en mjög gott frábrugðið engu að síður. Mun sofna við þessa ljúfu tóna í kvöld. Fyrir þá sem vilja heyra meira bendi ég á myspace hjá þeim.

Thursday, August 5, 2010

# 132

Maison Martin Margiela
Haute Couture F/W





Leður, rússkinn, meira leður og feldur. Ekki held ég að PETA sé sátt með herlegheitin.
En váváá ég ELSKA þetta.