Wednesday, November 18, 2009

# 16

Um helgina fór ég til Richmond í Virginia í þeim tilgangi að horfa á Catherine hlaupa maraþon þar í bæ. Richmond er rúmlega tveggja tíma keyrsla frá Washington DC, og um 5 tíma keyrsla fá NY. Við hins vegar létum keyrsluna eiga sig og flugum í staðinn og tók það um 50 mín. Ó, hvað það var gott að komast aðeins út úr borginni í annað umhverfi. Ekki skemmir fyrir að öll tré í Richmond á þessum tíma skarta sínum fegurstu haustlitum. Ég fékk líka að kynnast Ameríku utan NY, þar sem er algjörlega ómögulegt að komast á milli staða nema keyrandi. Mér þykir þetta skipulag mjög skrítið, bærinn er a víð og dreif milli hraðbrauta og vega. Ég er guðs lifandi fegin fyrir góðar samgöngur í NY, held ég treysti mér seint til að keyra hér. Maður þarf að vera svo ótrúlega vakandi til að missa ekki af beygjum hér og þar. Ég hef líka loksins áttað mig á því hvers vegna orðin fita og Ameríka eru svo oft notuð saman. Það er eiginlega ómögulegt að fara út að borða þarna án þess að kaupa sér einhverjar kaloríusprengjur. Endalaust af skyndibitastöðum og keðjum. Frekar ólíkt NY þar sem svo margir leggja upp úr hollustu og lífrænt ræktuðu fæði.
Maraþonið gekk mjög vel og hljóp Catherine þessa 42 km á 4 klst. Ég kalla það mjög gott enda hef ég líklega aldrei hlaupið lengra en 10 km. Við gistum á rosa fínu 4 stjörnu hóteli og kom ég vægast sagt úthvíld heim. Framundan hjá fölskyldunni næstu viku eru svo flutningar, en þau voru að kaupa sér hús í næsta hverfi. Þetta verður þá í níunda skipti sem ég flyt á seinustu þremur árum. En í nýja húsinu verður meira pláss fyrir alla og allt jákvætt bara. Ég enda þetta á nokkrum myndum frá Richmond. Takið eftir haustlitunum.

I went to Richmond Virginia this weekend to watch the marathon. Brought my camera with me of course, tough I was kind of lazy to take pictures. But at least here are some.


2 comments:

SHARE THE LOVE