Friday, December 31, 2010

# 173

Elsku þið!

GLEÐILEGT ÁRIÐ 2011


© Jói Kjartans


Megi það verða ykkur gæfuríkt og farsælt.

Kossar og knús

Þórhildur

Sunday, December 26, 2010

# 172

Árið 2010 hefur verið afar gott tónlistrár. Í gamni setti ég saman smá lista.

Topp uppáhalds fimm Íslenskar plötur árið 2010.

Jónsi- Go
Agent Fresco - A Long Time Listening
Apparat Organ Quartet - Pólófónía
Móses Hightower - Búum til börn
Ensími - Gæludýr

Þær sem komust nálægt í engri sérstakri röð.

Retro Stefson - Kimbabwe
Seabear - We Built a Fire
Amiina - Puzzle
Ólafur Arnalds - And They Have Escaped The Weight of Darkness

Topp fimm uppáhalds erlendar plötur árið 2010.

Arcade Fire- The Suburbs
Sufjan Stevens - Age of Adz
Twin Shadow - Forget
The National - High Violet
Gorillaz - Plastic Beach

Þær sem komust nálægt í engri sérstakri röð.

Caribou - Swim
Vampire Weekend - Contra
Beach House - Teen Dream
Crystal Castles - Crystal Castles


Friday, December 24, 2010

# 171Kæru lesendur nær og fjær.


Mig langar til að óska ykkur gleðilegra jóla og þakka fyrir samfylgdina á árinu 2010. Hafið það nú yndislegt í faðmi fjölskyldu og vina.


Kærar hátíðarkveðjur úr sveitinni.
Þórhildur Þorkels.

Monday, December 13, 2010

# 170

Rokk og Rósir
Jól 2010
Myndir: Katrín Braga
Módel: Brynja Jónbjarnardóttir
Stílisering: Þórhildur Þorkelsdóttir
Förðun: Perla Grönvold

Allur fatnaður og skart er úr Rokki og Rósum.
Sunday, December 12, 2010

# 169Bróðir minn kom færandi hendi frá Noregi í fyrradag. Ég elska MONKI.

x

Friday, December 10, 2010

# 168

Jóla - Fatamarkaður!

Við ætlum að hreinsa út úr fataskápunum vegna plássleysis og selja gersemarnar á spottprís laugardaginn 11.des næstkomandi. Við verðum á efri hæð Priksins, Laugarvegi, og byrja herlegheitin kl 5. Þess má geta að þetta kvöld verða flestar verslanir á Laugarvegi opnar til kl. 22.00, svo það er um að gera að fá sér göngutúr í bæinn, kíkja í búðir, fá sér kakó eða bjór og gera góð kaup!
kjólar, skyrtur, yfirhafnir, skór skart og miklu meira fínerí!

Hlökkum til að sjá ykkur.

Þórhildur Þorkels, Kristjana Margrét og Hulda Halldóra.

Wednesday, December 8, 2010

# 167

Nú geta dömur og herrar með áhuga á tísku farið að hlakka til!


Nýlega skipti verslunin GK Reykjavík um eigendur. Það eru ýmsar breytingar í gangi og ég frétti í dag að þau verða m.a. komin með Jeffrey Campbell skó í búðina um helgina. Skórnir verða á svipuðu verði og í Einveru og nokkrar týpur í boði. Einnig eru þau að taka inn skart frá minni uppáhalds skartgripalínu, Fashionology! Svo er Guðmundur Jörundsson, sem nýlega hannaði línu fyrir Herrafataverzlun Kormáls og Skjaldar, líka að fara að hanna nýja fatalínu fyrir búðina núna í vor svo það er í nógu að snúast, spennó!


Ég elska þegar fólk sýnir framtaksemi og úrvalið eykst, bara jákvætt!


Hvet alla eindregið til að tékka á þessu.


x

Thursday, December 2, 2010

# 166

Dazed & Confused gerði nýlega heimildarmynd um efnahagshrunið, Airwaves og listir á Íslandi undir heitinu Northen Lights.

"Dazed presents a documentary about the new creative genaration in Iceland after the economic crisis"


x

Wednesday, December 1, 2010

# 165

Meiriháttar shoegasm í boði ACNE


Stílhreinir og ganga við allt en með detailum sem gera þá einstaka. Elska þetta. Efst á skódagskránni - pistol boots!

x