Monday, January 31, 2011

# 180

Tékkið á:

Jamie Woon

James Blake

Janelle Monáe
s
Svona eitthvað til að koma manni í gegnum vikuna.

x

Monday, January 24, 2011

# 179

Yves Saint Laurent
Yves Saint Laurent 
Yves Saint Laurent 
Yves Saint Laurent 
Yves Saint Laurent 
Yves Saint Laurent 
Yves Saint Laurent 
Ókrýndur konungur kokteil hringjanna.
Ætla að eignast einn svona í skartgripaskrínið mitt með tíð og tíma.

x.

Sunday, January 23, 2011

# 178

MARIELBy JC. Langar í en get ekki fyrir mitt litla líf ákveðið lit!

Sunday, January 16, 2011

# 177

Black swan


Möst see. Svo er Natalie Portman bæði fallegasta kona í heiminum og frábær, frábær leikkona. Þannig er það bara. 

Friday, January 7, 2011

Thursday, January 6, 2011

# 175

Uppáhalds

Kron by Kronkron a/w '10


Ég þessar í  litunum hér að ofan og elska þær. Þetta eru ekki bara fallegustu sokkabuxur sem ég hef séð heldur eru þær líka úr sterku, þægilegu og góðu efni. Svo er þetta íslensk hönnun og hana á maður að sjálfsögðu að taka fram yfir annað.


x

Tuesday, January 4, 2011

# 174

Ég hef aldrei lagt það í vana minn að strengja eitthvað sérstakt áramótaheit. Í ár ætla ég nú samt að hafa nokkur atriði ofarlega í huga.


# Vera alltaf vel til fara þegar tækifæri gefst til. -  Ég hef nú yfirleitt haft það fyrir reglu að vera ágætlega fín á því, en eftir að hafa tekið Mad Men maraþon hef ég gert mér grein fyrir að það er ekkert fallegra og meira aðlaðandi en vel til haft fólk. 


# Fara á Hróarskeldu eða sambærilega tónlistarhátíð. Eða bara einhverja fáránlega epic tónleika. - Það er bara komin tími á það. Það er ekkert sem gerir mig jafn hamingjusama og góðir tónleikar,  og ekki sakar ef þeir eru í fleirtölu.


# Skipuleggja tímann sem ég eyði á internetinu betur. - Því hann er sorglega stór hluti sólarhringsins. Hætta að skoða fáránlega tilgangslausar heimasíður, og síðast en ekki síst, minnka facebooknotkun verulega mikið. Halló, alvöru lífið er þarna úti!


# Forgangsraða betur. - Taka góðar stundir með fjölskyldunni fram yfir óþarfa sukk. 


# Stunda almennt heilbrigðara líferni en ég gerði á síðastliðnu ári. - Í stuttu máli sagt, þá ætti það ekki að verða erfitt. 


# Reyna að hafa hreint í herberginu mínu. - Það verður líklegast erfiðast af þessu öllu. Ég er algjör sóði. Það eru alltaf, ALLTAF, föt á gólfinu mínu sem er hrikalegur ósiður. Á árinu 2010 var herbergið mitt max hreint í svona tvo daga í einu.


# Lesa meira. - Ég gæti t.d. gert það við tímann sem ég ætla að hætta að eyða á netinu. Það róar hugann svo mikið að lesa og svo er það bara svo hollt fyrir sálina. Það meiga líka klárlega vera tískubækur inn á milli. So many books, so little time. 


# Læra að elda. - Allavegana einhverja 3 góða rétti. Það er byrjun.


# Gera mitt besta til þess að vera besta útgáfan af sjálfri mér.  - T.d.  líta í eigin barm áður en ég gagnrýni aðra og reyna að sjá það besta í fólki. Líka vera þolinmóð, umburðarlynd og reyna að láta gott af mér leiða. 


# Halda dagbók - Lykillinn að því að standa við allt ofangreint.


Listinn varð lengri en ég ætlaði en mér finnst hann nú samt bara nokkuð góður og framkvæmanlegur.

Þórhildur