Thursday, February 18, 2010

# 48

Ég byrjaði í Fashion Styling tímum í FIT gær. Skólinn er ekkert smá mannvirki, myndi giska á að hann væri svona 3x stærri en Háskóli Íslands og skiptist í 5 álmur. Ég þufti að byrja á að finna registration skrifstofuna og fá student ID því það var hvergi möguleiki að komast inn fyrir öryggisgæsluna í byggingunum án þess að hafa eitt slíkt. Fáránlega týpískt Ameríka. Ég er samt sem áður heilluð upp úr skónum af þessari menntastofnun. Mér hefur sjaldan fundist ég passa jafn vel inn á neinum stað og er á fullu að íhuga þann möguleika að koma aftur eftir ár og læra eitthvað eins og Wearable and Decorative arts, Media and Phoyography, Wardrobe Technician, PR, Fashion Journalisim og endalaust af fleiri möguleikum. Hljómar alltof, fáránlega vel.
En aftur að Fashion Styling tímunum sem ég ER að taka núna (halda sér í nútímanum Þórhildur). Kennararnir mínir eru Emma Sosa, Sadia Seymour og Nancy Alousick. Þær eru svakalegir reynsluboltar í þessu fagi og hafa líklega unnið með allt og alla sem koma Fashion Styling á annað borð við. Ég iðaði eins og lítill krakki í sætinu mínu á meðan ég hlustaði á þær. Vá, hvað ég fékk þessa tilfinningu sem fólk talar um þegar það fattar að það sé geðveikt gaman í skólanum þegar maður lærir eitthvað sem maður vill læra og hefur áhuga á. Ég er strax farin að hlakka til að gera lokaverkefnið mitt.
Blazer from Christian Dior
Jacket: Christan Dior
Skirt: F21
Thigh-high socks: American Apparel
Sweater: old
Necklace: Topshop
Shoes: Timberland

Þetta er skólaoutfittið sem ég ætlaði að vera í. Þufti að skipta því guess what, fengum við ekki bara invite í William Rast ( línan hans Justin Timberlake fyrir þá sem ekki vita), eftirpartýið. Skipti um föt á síðustu stundu og fór beint þangað með Lilju eftir tímann. Justin sjálfur var á svæðinu, Jesica Biel, Kellan Lutz úr twilight, Rachel Zoe og fullt af öðru þotuliði. Ekkert leiðinlegt, just sayin.

I just started a Fashion Styling class at FIT yesterday and Im super exited about it. This is what I was going to wear but had to change at the last minute, so that I could go straight to Justin Timberlakes William Rast afterparty. He was there of course (super handsome in person!), along with Jesica Biel, Kellan Lutz, Rachel Zoe and lots of other fab people. Just saaaayyyin.

11 comments:

  1. Ómææ, get ekki annað sagt en að ég öfundi þig stelpuskott! Gaman samt að þú sért að fíla þig í skólanum!

    ReplyDelete
  2. Frábært að þú ert byrjuð í FIT! Ég var þarna á sumarnámskeiði sumarið 2007 (vá hvað það er langt síðan!!) og þá var einmitt Emma Sosa að kenna mér í einhverju af námskeiðunum. Skemmtu þér vel! Þetta er frábær skóli með frábærum kennurum þannig njóttu vel :)

    ReplyDelete
  3. Frábært að þú hafir fundið nám sem hentar þér svona líka vel... ;)

    ReplyDelete
  4. Heyhey, er þetta ekki hálsmenið sem að ég gaf þér? :)

    ReplyDelete
  5. já þetta er hálsmnenið sen þú gafst mér Sibba :D

    ReplyDelete
  6. óvá hvað það hlýtur að vera gaman!
    man þegar ég var í LCF, ég var alltaf spennt að fara í skólann, skemmtilegasta sem ég veit um þegar maður finnur eitthvað að læra sem maður hefur gaman af! : )

    ReplyDelete
  7. Jeii gaman að heyra að þú sért byrjuð í skólanum, það á eftir að koma eitthvað rosa gott útúr þessu námi fyrir þig ég finn það á mér ;) ég sakna svo new york og þín!
    gangi þér nú vel í skólanum

    love
    Birta

    ReplyDelete
  8. Það er ekki úr Topshop kjáááni!

    ReplyDelete
  9. Haha ó mig minnti að þú hefðir sagt það! my mistake.

    ReplyDelete

SHARE THE LOVE