Var að eignast þennan fallega leður bakpoka. Keypti hann á slikk í rauðakrossbúð úti á landi. Aðeins of þægilegt að hafa tölvuna og allt dótið í þessu frekar en einhverri þungri handtösku í skólanum. Mjög praktískt.
Það var svo fallegt veður um daginn svo við Kristjana vinkona mín stukkum út að taka nokkrar outfit myndir. Kjóll úr Rokk & Rósum, leðurjakki úr Topshop, biker boots úr Gyllta Kettinum og Dooney & Bourke taska úr Rokk & Rósum.