Monday, October 25, 2010

# 154

Videoið sem ég lék í fyrir einhverjum mánuðum síðan er komið inn á testmag.co.uk. Þetta reyndist vera mun stærra verkefni en ég hélt. Philip Smiley, listamaðurinn sem teiknar umhverfið, hefur unnið fyrir brands á borð við Stellu McCartney og Burberry og konan sem á testmag er listrænn stjórnandi hjá Vogue uk. Myndbandið var tekið upp í háklassa stúdíói þar sem bönd eins og LCD Soundsystem tóku nýlega upp tónlistarmyndbönd. Svo voru haldar frumsýningar fyrir 300 manns á bæði New York og London fashion week! Ég ákvað að posta þessu hér þó ég fái kjánahroll niður í tær af vægast sagt meðal góðum leiklistarhæfileikum hjá sjálfri mér, en hvað um það.

Freakscape II from TEST on Vimeo.


x

Sunday, October 24, 2010

# 153

ÚTSALA

í Rokk & Rósum
Verð frá 1000-7000 kr.

Kíkið við og gerið snilldarkaup!

x

Tuesday, October 19, 2010

# 152

Birta Ísólfsdóttir Lookbook







Ég á svo hæfileikaríka vinkonu sem útskrifaðist úr Listaháskólanum núna í vor. Þetta er hluti af lookbook sem við gerðum fyrir útskriftarverkefnið hennar. Enn og aftur tók tók snillingurinn Kristjana Margrét myndirnar, Erla Kristín er módelið, Bergrún Helgadóttir sá um förðun og ég um stíliseringu.

Monday, October 11, 2010

# 151

Iceland Airwaves









Þétt skipaðasta en jafnframt skemmtilegasta vika ársins hófst í dag, ást, gleði og hamingja!

Thursday, October 7, 2010

# 150

Rokk&Rósir














Voru að fá allt þetta ótrúlega fallega skart og svo MIKLU meira til! Hvet alla til að fara og finna sér eitthvað fínt til að poppa upp helgardressið, ég ætla svo sannarlega að gera það!


Myndir eftir Kittu, kankh.tumblr.com



Wednesday, October 6, 2010

# 149









Kjóll úr kolaportinu, gamall Levis jakki af pabba, loð úr Spúútnik, skór Topshop, hringur úr F21.
Myndir eftir Kittu, kankh.tumblr.com