Ég er búin að vera upptekin kona síðustu vikur. Atli kom til mín 11 okt og við áttum góða viku saman. Fórum m.a í New York Aquarium, MoMA, Staten Island ferry, hið margfræga Magnolia bakarí, flóðamarkaðsleiðangur og marga verslunarleiðangra. Svo röltum við nokkuð mikið um borgina, fórum nokkrum sinnum út að borða, kíktum soldið út á lífið og höfðum það bara rosalega gott. 21 okt flaug ég svo óvænt með honum heim til Íslands vegna smá VISA vesens sem þurfti að kippa í lag. Morguninn eftir mætti ég svo upp í MH og kom vinkonunum á óvart, mikið var það gaman. Ég var í 5 daga á klakanum góða, það var eiginlega bara soldð óraunverulegt. Ég náði allavega að gera flest sem ég þurfti að gera. VISA málin redduðust eins og ekkert væri, ég fékk mér Tommaborgara í hangover mat, og drakk ógrynni af Egils Kristal plús og átti frábæra tíma með bestu vinum og fjölskyldu í heimi. Ég er rosa væmin núna en ég má það líka alveg. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir ykkur fallega, fallega fólk.
Thursday, October 29, 2009
Monday, October 26, 2009
# 8
Það er ótrúlegt hvað fisk-kyns verur geta verið fallegar og ljótar á sama tíma. Enn leik ég mér með Canon SX 120.
Playing with my camera at the..
New York Aquarium
Coney Island
Monday, October 19, 2009
# 7
A day at the MoMA
Leather jacket: Topshop
Sweater: Urban Outfitters
White tshirt: Urban Outfitters
Black west-dress: H&M
Pantyhose: H&M
Shoes: Nine West
Býst sterklega við að ég posti einhverjum outfitbloggum hérna oftar í framhaldi af þessu, bara til að fá smá tískuútrás.
Sunday, October 11, 2009
# 6
Alexander McQueen er að mínu mati fremstur í flokki þeirra hönnuða sem brúa bil tísku og listaheimsins hvað best. Vor og sumarlína hans, Atlantis, er á vörum allra tískuunnenda þessa dagana og það ekki að ástæðulausu. Sýningin var margþrungin, þar sem fyrirsæturnar gengu tignarlega um eins og verur af öðrum heimi í ákaflega óhefðbundnum mynstrum og formum. Listavinnan við sýninguna var ótruleg, fáránleg og falleg á sama tíma. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ekki mun líða á löngu þangað til fólk kaupir sér Alexander McQueen skó til að prýða heimili sín í stað listaverka.
Myndir segja meira en 1000 orð.
Saturday, October 10, 2009
# 5
Ég get seint neitað fyrir það að vera algjörlega dolfallinn skósjúklingur. Í tilefni þess að tíunda New York skóparið var keypt í vikunni bjó ég til smá myndaþátt. Enjoy.
Wednesday, October 7, 2009
#4
Ég er búin að vera að fikra mig áfram með nýju myndavélina síðustu vikur. Svo fann ég þetta snilldar Polaroid forrit sem ég er aðeins að leika mér með. Hér eru nokkrar myndir sem mér finnst hafa komið nokkuð vel út.
Just got a new camera. I have been playing with it and poladroid for the past few days. Here are some images of this and that that I think are pretty good.
Subscribe to:
Posts (Atom)