Ég sveik loforð mitt við sjálfa mig. Loforðið um að blogga reglu og samviskusamlega. Nú eru liðnir tveir mánuðir síðan ég kom til New York og ekkert bólar á bloggi um afdrif mín. En hér verður gerð heiðarleg tilraun að nýju blogg-upphafi. Værsogú.
Á þessum tveim fljótustu mánuðum lífs míns hefur mér tekist að aðlagast barnapíu og sex and the city lífinu mjög vel. Það má eiginlega bara segja að þetta sé algjörlega minn staður. Ég er ástfangin upp fyrir haus borginni, hún er allt sem ég ímyndaði mér og meira til. Hér koma nokkrir punktar yfir það sem á daga mína hefur drifið í grófu máli (já punktablogg):
- Ég er búin að fara á tónleika með Emiliönu Torrini, Mugison (go Ísland!) og Kings of Leon.
- Langþráður draumur rættist þegar ég upplifði New York FASHION WEEK. Geðveikt í alla staði.
- Ég er búin að fjárfesta í Macbook Pro, Canon Power Shoot 120, ógrynni af fötum, bókum og skóm.
- Ég og Óðinn erum orðin perluvinir og allt gengur vel heima fyrir.
- Ég er búin að uppgötva flestar flóamarkaðs og vintagebúðaparadísirnar hér í borg, og það er sko ekki leiðinlegt skal ég ykkur segja.
- Ég er búin að sjá nokkuð marga celebs, djóklaust þá er það ekkert til að kippa sér upp við hér.
- Ég er búin að fara í mörg skemmtileg partý og á skemmtilega skemmti staði með skemmtilegu fólki. Skemmtilegt.
- Ég er búin að komast að því mér til mikillar gleði að það eru mun fleiri íslendingar í NY en ég bjóst nokkurtíma við.
- Kaffihúsa og bókabúðaferðir eru orðnar fastir liðir í lífi mínu.
- Ég er byrjuð að stunda hot yoga og útihlaup með góðri samvisku. Belive it or not.
Þangað til síðar.
This comment has been removed by the author.
ReplyDeleteGaman að geta fylgst með þér hérna elskan! sakna þín svoooo!
ReplyDeleteMjög gaman að lesa þó ég viti þetta allt.
ReplyDeleteAkkúrat vika í að ég sé í flugvél á leiðinni til þín.
Eins gott að hryðjuverkamenn ætli sér ekki eitthvað þá.
Löv
ohhh djöfull sakna ég þin kona!! æðislegt að geta fylgst með þér, facebook er bara i hassinu!! kossar og knús!!
ReplyDelete