Thursday, October 29, 2009

# 9

Smá update frá lífinu.

Ég er búin að vera upptekin kona síðustu vikur. Atli kom til mín 11 okt og við áttum góða viku saman. Fórum m.a í New York Aquarium, MoMA, Staten Island ferry, hið margfræga Magnolia bakarí, flóðamarkaðsleiðangur og marga verslunarleiðangra. Svo röltum við nokkuð mikið um borgina, fórum nokkrum sinnum út að borða, kíktum soldið út á lífið og höfðum það bara rosalega gott. 21 okt flaug ég svo óvænt með honum heim til Íslands vegna smá VISA vesens sem þurfti að kippa í lag. Morguninn eftir mætti ég svo upp í MH og kom vinkonunum á óvart, mikið var það gaman. Ég var í 5 daga á klakanum góða, það var eiginlega bara soldð óraunverulegt. Ég náði allavega að gera flest sem ég þurfti að gera. VISA málin redduðust eins og ekkert væri, ég fékk mér Tommaborgara í hangover mat, og drakk ógrynni af Egils Kristal plús og átti frábæra tíma með bestu vinum og fjölskyldu í heimi. Ég er rosa væmin núna en ég má það líka alveg. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir ykkur fallega, fallega fólk.

1 comment:

SHARE THE LOVE