Thursday, August 26, 2010

# 136

Halló halló!

Ég biðst forláts á að vera afar óaktív við að halda þessu bloggi lifandi. Er búin að vera svo ótrúlega upptekin við flutninga enn og aftur. En nú er ég búin að koma mér fyrir, byrjuð í skólanum og meira að segja komin með vinnu! Byrjaði í Rokk & Rósum núna í ágúst og gæti ekki verið ánægðari þar, sérstaklega þar sem eitt af því fyrsta sem ég gerði ásam fríðu föruneyti var að taka upp allt nýtt og fallegt og setja upp í búðinni. Ponchos, lúðrasveitarjakkar, töskur, belti, kjólar, skór og kápur. Yndislegt að vera í kringum alla þessa fallegu hluti. Maður þarf alveg að passa sig þegar það er svona mikið fínt að freistast ekki of mikið.




Ég fékk mér þessa fallegu tösku, og ekki sakar að hún er Dooney & Bourke! Ætlaði alltaf að fá mér eina hjá konu sem var með bás af þeim í New York en átti einhvern veginn aldrei pening, eins gott því hún var að selja þær meira en helmingi dýrari en Rokk & Rósir, en ég fékk hana á 6.900 sem er eiginlega bara fáránlegt verð fyrir Dooney, LIKE. Hún er svo vönduð að ég á eftir að eiga hana að eilífu. Held það séu ennþá einhverjar eftir, svo hurry hurry fólk.

Ég er í poncho frá forever 21, maxi kjól frá forever 21 og með Dooney töskuna frá Rokk & Rósum.

xx

4 comments:

  1. Þú ert glæsileg! geðveik taska. Ohh hvað þú ert heppin að vera með svona fabulous vinnu. Ég er að vinna á American Style og Aktu taktu. haha. Get aldrei verið fab í vinnunni! Ég skal fá fab vinnu einn daginn!

    xx

    ReplyDelete
  2. pretty pretty, til hamingju með góð kaup!!

    -alex

    ReplyDelete
  3. elska töskuna og poncho-ið.

    Til hamingju með nýju vinnuna ;)

    ReplyDelete

SHARE THE LOVE