Friday, December 10, 2010

# 168

Jóla - Fatamarkaður!

Við ætlum að hreinsa út úr fataskápunum vegna plássleysis og selja gersemarnar á spottprís laugardaginn 11.des næstkomandi. Við verðum á efri hæð Priksins, Laugarvegi, og byrja herlegheitin kl 5. Þess má geta að þetta kvöld verða flestar verslanir á Laugarvegi opnar til kl. 22.00, svo það er um að gera að fá sér göngutúr í bæinn, kíkja í búðir, fá sér kakó eða bjór og gera góð kaup!
kjólar, skyrtur, yfirhafnir, skór skart og miklu meira fínerí!

Hlökkum til að sjá ykkur.

Þórhildur Þorkels, Kristjana Margrét og Hulda Halldóra.

No comments:

Post a Comment

SHARE THE LOVE