Wednesday, June 30, 2010

# 121

Ég elska the National. Ég get hlustað endalaust á þá. Matt Berninger er svo mikil snilld, röddin hans og textarnir. Long story short, nýji diskurinn þeirra er mjög mikið peningana virði. Hér eru mín uppáhalds af henni.



Líka mjög góð - Little Faith, Lemonworld, Anyones Ghost.

Tuesday, June 29, 2010

# 120

jæja..

Eftir að vera búin að koma mér fyrir heima og koma lífi mínu (ágætlega) fastar skorður hef ég hafist handa á þvi að taka upp úr töskum og flokka fötin mín..



Rétt að byrja. Oh boy á ég vinnu fyrir höndum. Er að flokka allt og ákveða hvað ég ætla að selja og hvað ég ætla að eiga. Fatamarkaður í enda sumars.. stay tuned.

Saturday, June 19, 2010

Wednesday, June 16, 2010

# 118

Shaun Ross


Þegar ég sá þennan strák í fyrsta skipti á tískusýningu á New York Fashion Week í september í fyrra brá mér heldur betur í brún. Hann er ættaður frá Afríku og er svartur albinói. Útlitið hans er sannarlega "something different" og hann er búin að vera að gera góða hluti sem módel síðasta árið eða svo. Ég er ótrúlega heilluð af honum á skrítinn hátt.

# 117

outfit morgundagsins..
Wang
McCartney
miu miu

... með klassískum Rayban Clubmaster, Rocco duffel í einhverjum fallegum lit og Chanel tattoo á viðbeininu. Mmmm, one day someday!

p.s. Eigum við eitthvað að ræða hvað þessi miu miu booties eru FULLKOMIN (!!!).

Tuesday, June 15, 2010

# 116

Purple




Ég var fengin til að leika í tískuvideoi í gær þar sem þau lituðu endana á hárinu mínu fjólubláa. Fyndið því ég er búin að ætla að prófa það sjálf í frekar langan tíma! Klikkaði á að taka mynd fyrr en daginn eftir og liturinn var eiginlega farin úr, en ég held að þið náið samt hugmyndinni. Svona fading endar, i love it! Þessi litur sem þvæst úr gerir hárið á manni samt ógeðslega þurrt og glatað eitthvað. En what the hell, vel þess virði í þessa 2 daga sem það endist.

Sunday, June 13, 2010

# 115



H&M top, jersey shorts and biker pants from UNIQLO and blazer from the Salvation Army. Worn with Mary Roks wedges.

Síðasti sunnudagurinn minn í New York var góður. Fór í bío með Danielle kl 11 að hádegi í uppáhalds bíóinu mínu, the Angelica Theatre. Þar eru bara sýndar myndir sem eru þess virði að sjá, ef þið vitið hvað ég meina. Sá myndina Coco Canel & Igor Stravinsky sem ég er búin að bíða eftir í nokkra mánuði núna. Vá, var ég in for a treat. Gerði mér engar væntingar þar sem ég varð fyrir smá vonbrigðum með Coco avant Chanel. Þessi mynd gerist í raun rétt eftir að hin endar og segir frá ástarsambandi Coco og Igors Stravinsky, rússnesk tónskálds í París í kringum 1930. Leikararnir eru nánast fullkomnir í hlutverkum sínum og það er dregin upp mjög raunsæ mynd af því hvernig mademoiselle Chanel var sem persóna. Tónlistin er líka yndisleg. Ætla ekki að segja meira því ég vil ekki skemma neitt fyrir ykkur sem hafið ekki séð hana. Eftir það rölti ég um í Soho og fór í uppáhalds bókabúðina mína, STRAND. Bætti aðeins í tískubókaflóruna mína þar, keyptu m.a ævisögu Chanel sem ég er búin að ætla að gera frekar lengi. Rölti svo upp 5th ave í rigningunni, skoðaði í búðarglugga, fór í Apple og festi kaup á nýjum iPod, loksins! Svona skínandi rauðum og fallegum, gæti ekki verið sáttari. Endaði svo á að setjast niður á starbucks með latte, croissant og las fyrstu kaflana í Chanel- a woman of her own. Sunnudagar, gotta love them.

Friday, June 11, 2010

# 114



New York ---------- Reykjavík

Eftir viku.

fokk.


Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki vera með blendnar tilfinningar akkurat núna. Ég gæti líka skrifað fáránlega langt og væmið blogg um hversu mikið ég hef þroskast og breyst á þessum tíma. Hvernig ég hef lært að greina á milli þess sem raunverulega skiptir máli og þess sem gerir það ekki. Hversu mikið ég hef víkkað sjóndeildarhringinn minn og hversu ótrúlega ólíkum augum ég lít á lífið en ég gerði í júní 2009. En ég ætla að láta það duga að skrifa niður fjórar setningar sem ég hef verið að hugsa mikið um síðustu daga.


Home is where the heart is.


Home is where YOU are.


Homesick. Cause i no longer know, where home is.


Home is not where you live, but where they understand you.



Kv. Extra væmna Þórhildur.


P.S. Svo er það stóra spurningin, á ég að halda áfram að blogga?

# 113


Silence & Noise Knit Slub Romper
Rose Garter Tights

Mig er búið að langa í svona sokkabanda sokkabuxur síðan ég sá svoleiðis á House of Holland um daginn sem seldust upp næstum samstundis. Datt því í feitt þegar ég sá þessar á Urban Outfitters. Verða heaví flottar við playsuitið hér að ofan líka. Þetta dettur inn um lúguna á næstu dögum.

Minni á formspring.me/livingiseasy. go nuts.

Wednesday, June 9, 2010

# 112

























Eftir 6 mánaða aðskilnað kom mamma til mín á fimmtudaginn. Við erum búnar að hafa það vægast sagt gott. Ég er búin að vera nokkuð dugleg að taka myndir og þessar hér að ofan eru smá brot af því. Í gær pakkaði ég svo eins og ég gat í stærstu ferðatösku heims sem hún fer með heim fyrir mig. Gerir yfirvigtina mína aðeins léttari, pjúff.

A few photos from mom´s visit.

Sunday, June 6, 2010

# 111

St. Ives abríkósu andlitsskrúbbur. Gerir undur og stórmerki. Maskinn frá sama merki er líka snillddd. Kostar um $ 4.


elf hyljari. Besti hyljari lífsins og kostar að einhverjum óskiljanlegum ástæðum bara $ 1. Skil þetta ekki. Keypti mér 8 stk í dag.

Aveeno rakakrem. Laus við öll ilmefni. Minnir mig soldið á Hýdrófíl en er ekki jafn feitt. Keypti það fyrst í einhverju flýti þegar ég hafði ekki efni á að kaupa mér eitthvað fínt og hef bara haldið mig við þetta síðan. kostar $ 3.

Crest Whitening tannkrem, virkar fáránlega vel. Hvítara bros og allir glaðir. Kostar ca $ 3.



Allt ódýrir lúxushlutir sem ég elska og mæli endalaust með. Fór í Target í dag og byrgði mig upp af þessu.


x


Wednesday, June 2, 2010

# 110


Litli kúturinn minn. Mikil ósköp á ég eftir að sakna hans. Fæ eiginlega bara illt í hjartað við að hugsa um það.

Góða helgi allir, x.

# 109

Yves Saint Laurent




Fann þessar YSL mokkasíur um daginn og er voða ánægð með þær. Svo preppy og sætar.

Very cute unused vintage YSL loafers. My size, comfortable, perfect for summer. Found at Beacons Closet.

Tuesday, June 1, 2010

# 108






Favorite colours of the moment. From American Apparel and Urban Outfitters.