Sunday, June 13, 2010

# 115H&M top, jersey shorts and biker pants from UNIQLO and blazer from the Salvation Army. Worn with Mary Roks wedges.

Síðasti sunnudagurinn minn í New York var góður. Fór í bío með Danielle kl 11 að hádegi í uppáhalds bíóinu mínu, the Angelica Theatre. Þar eru bara sýndar myndir sem eru þess virði að sjá, ef þið vitið hvað ég meina. Sá myndina Coco Canel & Igor Stravinsky sem ég er búin að bíða eftir í nokkra mánuði núna. Vá, var ég in for a treat. Gerði mér engar væntingar þar sem ég varð fyrir smá vonbrigðum með Coco avant Chanel. Þessi mynd gerist í raun rétt eftir að hin endar og segir frá ástarsambandi Coco og Igors Stravinsky, rússnesk tónskálds í París í kringum 1930. Leikararnir eru nánast fullkomnir í hlutverkum sínum og það er dregin upp mjög raunsæ mynd af því hvernig mademoiselle Chanel var sem persóna. Tónlistin er líka yndisleg. Ætla ekki að segja meira því ég vil ekki skemma neitt fyrir ykkur sem hafið ekki séð hana. Eftir það rölti ég um í Soho og fór í uppáhalds bókabúðina mína, STRAND. Bætti aðeins í tískubókaflóruna mína þar, keyptu m.a ævisögu Chanel sem ég er búin að ætla að gera frekar lengi. Rölti svo upp 5th ave í rigningunni, skoðaði í búðarglugga, fór í Apple og festi kaup á nýjum iPod, loksins! Svona skínandi rauðum og fallegum, gæti ekki verið sáttari. Endaði svo á að setjast niður á starbucks með latte, croissant og las fyrstu kaflana í Chanel- a woman of her own. Sunnudagar, gotta love them.

4 comments:

 1. Kjút kjút kjút outfittið þitt!!

  úff verð að sjá þessa mynd!

  ReplyDelete
 2. Alltaf jafn flott og góður penni!

  ReplyDelete
 3. Ég bíð líka eftir Coco !!
  Skvísuoutfitt :)

  ReplyDelete
 4. Vá vissi ekki af þessari, verð að sjá hana!
  Mega flottur jakkinn, get ekki beðið eftir að fara til NY í ágúst! Svo gaman að skoða bloggið þitt og punkta niður must-do/go/see places þar! :)

  .. Og já ekki hætta að blogga! :)

  ReplyDelete

SHARE THE LOVE