Sunday, June 6, 2010

# 111

St. Ives abríkósu andlitsskrúbbur. Gerir undur og stórmerki. Maskinn frá sama merki er líka snillddd. Kostar um $ 4.


elf hyljari. Besti hyljari lífsins og kostar að einhverjum óskiljanlegum ástæðum bara $ 1. Skil þetta ekki. Keypti mér 8 stk í dag.

Aveeno rakakrem. Laus við öll ilmefni. Minnir mig soldið á Hýdrófíl en er ekki jafn feitt. Keypti það fyrst í einhverju flýti þegar ég hafði ekki efni á að kaupa mér eitthvað fínt og hef bara haldið mig við þetta síðan. kostar $ 3.

Crest Whitening tannkrem, virkar fáránlega vel. Hvítara bros og allir glaðir. Kostar ca $ 3.



Allt ódýrir lúxushlutir sem ég elska og mæli endalaust með. Fór í Target í dag og byrgði mig upp af þessu.


x


13 comments:

  1. elska aveeno! og target auðvitað líka :D
    ég sé samt engar myndir, en kannski er það bara tölvan mín eða eitthvað :)

    ReplyDelete
  2. Ó nó engar myndir, en ég elska Target!

    kv Brynja sem les alltaf.

    ReplyDelete
  3. ég býst við að mínar afmælisgjafir komi úr target

    ReplyDelete
  4. Held að myndirnar ættu að sjást núna, látið vita ef þær eru eitthvað að stríða ykkur.

    love!

    ReplyDelete
  5. ég gæti eytt endalaust af peningum í allskonar svona dót. Hataði ekki að fara í boots þegar ég bjó í london. haha

    Sniðugt - þarf klárlega að kíkja í target næst þegar ég fer til nyc ;D

    ReplyDelete
  6. snilld..farðu samt varlega í hvíttunartannkremin:P flest brjóta niður glerjunginn að mestu áður en þau ná að byggja upp hvítan lit..þetta sagði tannlæknirinn minn

    ReplyDelete
  7. vá ertu ekki að grínast!!? $ 1 fyrir bólufelara, 123 krónur!!
    hér kostar einhver drasl hyljari svona 1500 kall :(

    vildi að ég byggi í new york! :)

    ReplyDelete
  8. Fáránlegt hvað ameríkan býr yfir mörgum æðislegum en þó ódýrum vörum :)
    Hvenær ferðu heim ?

    xx

    ReplyDelete
  9. já satt er það. Fer heim í lok júní svo það fer að síga á annan endann í þessu öllu saman.

    ReplyDelete
  10. nú er bara að byrgja sig upp af dóti áður en þú kemur heim til mín blómið mitt:**:D

    ReplyDelete
  11. elska ELF concealer ! Voðalega er hann ódýr þarna úti. Ég er að kaupa hann á 1,5 pund á síðunni hjá þeim , alveg helmingi meira. En samt bara 300 kall þannig ég kvarta ekki hehe..

    ReplyDelete
  12. ELF vörur fást hjá Shop Couture (er á facdebook) og er nánast allt í þeirri línu á 400 - keypti mér hyljara, augnskugga glossa og fleira á skít og kanil..mjög sátt með það miða við hvað ALLT annað er dýrt herna heima!! :)

    ReplyDelete
  13. vá snilld! Takk fyrir að láta mig vita af því. x

    ReplyDelete

SHARE THE LOVE