Ætlaði að gera stórt haust trend blogg en villtist inn á Solestruck. Alltof, ALLTOF margir fallegir new in Jeffrey Campbell. Veit ekki hvort ég á að gráta eða vera sjúklega ánægð yfir því að vera ekki ennþá úti, held að ég myndi neyðast til að eyða aleigunni í skó!
LITA í rauðu!! Hversu fallegir eru þessir skór? Ég á ekki orð.
Fullkomnir litir, fullkominn hæð á platforminu og hælnum. Love love love.
Hversu yndislegir yrðu þessir skór i vetur? Held ég myndi ekki geta beðið um neitt meira með þessa á fótunum.
Og síðast en ekki síst. Þessir skór eru fullkomnun. Burberry inspired, passa við allt. Ég mun ekki verða róleg fyrr en ég eignast þessa skó. Ég er ástfangin, grínlaust.
En yfir í annað. Ég er að fara á Þjóðhátíð í fyrramálið svo það verður ekki mikið um blogg næstu daga. Tek myndir en lofa engu um hversu fashionable þær verða haha. Sé ykkur þar!