Wednesday, July 21, 2010

# 129

LungA var snilld. Seyðisfjörður er einn fallegasti staður sem ég hef komið til. Við fórum suðurleiðina á miðvikudaginn og lögðum af stað heim um hádegi á sunnudeginum. Enduðum á að keyra hringinn, þó það hafi ekki alveg verið planið. Keyrðum smá í vitlausa átt á heimleiðinni. Haha, en við gátum bara hlegið að því, gerði ferðina bara að enn meira ævintýri þegar allt kom til alls. Og vá, hvað Ísland er mikið lang fallegasta land í heimi. Þannig er það bara.

Myndir sem teknar voru á einnota vél sem var með í för, set þær sem ég tók á digital örugglega inn seinna.


Svo langar mig líka bara að segja, ég hitti alveg ótrúlega mikið af frábæru fólki, meðal annars mörg af ykkur. Risa knús og kram til þeirra sem komu til mín og sögðu fallega hluti um þetta blogg og mig, mér þykir svo ótrúlega mikið vænt um það. Rosa mikil hvatning til að halda áfram, sérstaklega þar sem það hafa verið nokkuð margir að haka í "boring" takkann hér fyrir neðan upp á síðkastið haha.

love

9 comments:

 1. vááá fyrstu 2 myndirnar. Mindblowing!!

  ReplyDelete
 2. Takk! Mér finnst þær hafa komið mega vel út miðað við að þær eru teknar á einnota myndavél sem kostaði 300 kall.

  ReplyDelete
 3. æðislegar myndir! það koma oft svo skemmtilegar úr svona einnota vélum.. fá svo skemmtilegan,,vintage" fíling.

  snædís

  ReplyDelete
 4. Vá flottar myndir hjá þér! En ein spurning, er þetta ekki facehunter þarna á mynd nr 9?

  ReplyDelete
 5. Ótrulega flottar myndir og koma einstaklega vel út...er þetta tekið úr Bónus einnota myndavél eða?
  Það er svona vintage-fýlingur á þeim :)

  ReplyDelete
 6. Takk takk. Þetta er reyndar ekki bónus vél. Hún er keypt í Wal Mart, keypti pakka með fullt af einnnota vélum áður en ég fór heim :)

  ReplyDelete
 7. Heyrðu Þórhildur...Getur þú nokkuð bent mér á nokkrar skemmtilegar búðir í New York..Ekki neitt mega dýrt bara ef þú veist um e-h annað en h&m, forever21 og urban :) Eru einhverjar kúl skóbúðir sem þú veist um ??

  X Ása

  ReplyDelete
 8. Vá sorry tók ekki eftir þessu fyrr en núna! En ég skal senda þér message á fb í kvöld með þessu :) x

  ReplyDelete

SHARE THE LOVE