Sunday, November 28, 2010

# 163


Fyrir nokkrum vikum síðan keypti ég mér þennan jakka í Rauðakrossbúðinni á Laugarveginum. Þetta er enginn venjulegur jakki, heldur hinn fullkomni mokkajakki. Úr yndislegu mjúku kindaleðri, allur fóðraður að innan, meira að segja í vösunum. Þegar ég var búin að eiga hann í nokkra daga tók ég eftir leynivasa innan í honum. Í vasanum fann ég svo dálítið skemmtilegt:
Þessa ljósmynd. Mér finnst hún alveg stórmerkileg. Hún er augljóslega brennd og það eina sem stendur á henni er ártalið 1967 fyrir miðja mynd til hægri. Það er undarlegt, því það sést ekkert á jakkanum og ég myndi halda að hann væri næstum ónotaður.
Þekkir einhver þetta fólk? Mikil ösköp er ég forvitin. Ég er svo rómantísk í mér að ég ræð ekki við að láta hugann reika og hugsa um hver sagan á bak við ljósmyndina og jakkann sjálfan sé.

Ef að svo ólíklega vill til að einhver þarna úti kannst við fólkið á myndinni, sendið mér línu á thorhildurthorkelshjáyahoo.com.

x

8 comments:

 1. ótrúlega fínn jakki!

  Ég fann líka einu sinni innkaupamiða í second hand jakka.Þetta er klárlega snilldin við að kaupa notuð föt. væri sjúklega gaman að vita söguna á bakvið þessa mynd!

  xx

  ReplyDelete
 2. vá! en ótrúlega gaman!
  ég er einmitt þekkt fyrir það að kaupa hluti vegna þess að ég "tengi" við þá og elska svona lítil, skemmtileg "quirks" við notað dót.
  vona að þú fáir einhver svör...

  ReplyDelete
 3. Vá hvað þetta er skemmtilegt. Ég var einmitt alltaf að finna svona þegar ég var að vinna í Gyllta..í pelsum, jökkum og veskjum..Rosa gaman*

  ReplyDelete
 4. Ó lord ég er spennt!
  Láttu mig vita ef þú kemst að e-i niðurstöðu! ;)

  ReplyDelete
 5. hann er allavega óneitnanlega líkur hirti ingva

  ReplyDelete
 6. vá, snilld. Gaman að finna eitthvað svona, fallegt:) jakkinn er líka fallegur:)

  ReplyDelete

SHARE THE LOVE