Monday, November 29, 2010

# 164

Nokkur lög sem mér finnst verðskulda að ná til eyrna fólks, innlennt og erlent. Bara svona eitthvað fyrir svefninn.

Gorillaz covera The xx, geðveikt.

Crystal Castels feat Robert Smith - Not In Love. Ólíklegt combó sem svínvirkar, góður texti líka.

Nýtt og langþráð frá Apparat Organ Quartet, elska þetta, get ekki beðið eftir plötunni! Allt að sjálfsögðu í boði gogoyoko.

Þeir sem eru að leita að íslensku plötu ársins þurfa ekki að leita langt yfir skammt því hún er fundin: A Long Time Listening með Agent Fresco. Ég á erfitt með að finna mér uppáhalds lag því þau eru hvert öðru betra. Jafn vandaðan grip hef ég ekki séð (heyrt) lengi lengi. Bravissimo.


Góða nótt gott fólk.

x

2 comments:

  1. Afsakið, en verð bara að fá að spyrja..hvernig setur maður youtube myndbönd á bloggið sitt?

    Annars mjög flott blogg! :)

    ReplyDelete

SHARE THE LOVE