Monday, November 29, 2010

# 164

Nokkur lög sem mér finnst verðskulda að ná til eyrna fólks, innlennt og erlent. Bara svona eitthvað fyrir svefninn.

Gorillaz covera The xx, geðveikt.

Crystal Castels feat Robert Smith - Not In Love. Ólíklegt combó sem svínvirkar, góður texti líka.

Nýtt og langþráð frá Apparat Organ Quartet, elska þetta, get ekki beðið eftir plötunni! Allt að sjálfsögðu í boði gogoyoko.

Þeir sem eru að leita að íslensku plötu ársins þurfa ekki að leita langt yfir skammt því hún er fundin: A Long Time Listening með Agent Fresco. Ég á erfitt með að finna mér uppáhalds lag því þau eru hvert öðru betra. Jafn vandaðan grip hef ég ekki séð (heyrt) lengi lengi. Bravissimo.


Góða nótt gott fólk.

x

Sunday, November 28, 2010

# 163


Fyrir nokkrum vikum síðan keypti ég mér þennan jakka í Rauðakrossbúðinni á Laugarveginum. Þetta er enginn venjulegur jakki, heldur hinn fullkomni mokkajakki. Úr yndislegu mjúku kindaleðri, allur fóðraður að innan, meira að segja í vösunum. Þegar ég var búin að eiga hann í nokkra daga tók ég eftir leynivasa innan í honum. Í vasanum fann ég svo dálítið skemmtilegt:
Þessa ljósmynd. Mér finnst hún alveg stórmerkileg. Hún er augljóslega brennd og það eina sem stendur á henni er ártalið 1967 fyrir miðja mynd til hægri. Það er undarlegt, því það sést ekkert á jakkanum og ég myndi halda að hann væri næstum ónotaður.
Þekkir einhver þetta fólk? Mikil ösköp er ég forvitin. Ég er svo rómantísk í mér að ég ræð ekki við að láta hugann reika og hugsa um hver sagan á bak við ljósmyndina og jakkann sjálfan sé.

Ef að svo ólíklega vill til að einhver þarna úti kannst við fólkið á myndinni, sendið mér línu á thorhildurthorkelshjáyahoo.com.

x

Tuesday, November 23, 2010

# 162

Elsku jólasveinn.
Ég gæti vel hugsað mér að eignast eftirtalda hluti.


Fallega 2011 dagbók - með dagsetningum og heilum síðum fyrir hvern dag.


Clinique húðlínu - því mig vantar hana.


Skartgripatré úr Epal - því það er fallegt og ég þoli ekki að hafa skart ofan í skúffu.
Skartgripatré, plexi svart

Aveda Camomille hárnæringu - því ég á sjampóið og það er best en hafði ekki efni á báðu.


Þessa sokka frá Royal Extreme, því þeir eru svo ótrúlega fínir.

Kron by KronKron sokkabuxur í öllum gerðum - útaf því augljósa.
e


Einlæg kveðja 

Þórhildur


Sunday, November 21, 2010

# 160

Ég ætlaði að blogga um fallega hluti, en blogspot er með leiðindi og vill ekki leifa mér að setja inn myndir, svo ég set bara inn svefntónlist í staðinn









Það er BRJÁLAÐ að gera, ég andast það eru svo mikið af skilafrestum í lífi mínu. Verð duglegri að blogga í desember og frameftir. En mig langaði líka að spyrja ykkur out there, hvað þið viljið sjá á þessu bloggi? meiri tónlist, meira persónulegt, meiri outfit, skipta yfir í tumblr, eitthvað?


x

Sunday, November 14, 2010

# 159


Fullkomið outfit, elska leðurvestið með vængjunum og stígvélin.


x

Monday, November 8, 2010

# 158

Airwaves outfits.

miðvikudagur


Fimmtudagur


Föstudagur


Laugardagur


Sunnudagur



Allt brjálað að gera í skúlen og öðru. Styttist í útskrift, jólin, nýtt ár, ný ævintýri og allt bara.

xo

Tuesday, November 2, 2010

# 157

Nýju Matt & Kim, Belle and Sebastian og Sufjan Stevens plöturnar komnar inn í iTunes, nýja Ensími og Best of Bang Gang koma út í vikunni. Ég held nú bara að það sé ekki hægt að biðja um mikið meira.




x

# 156

Eins og sum ykkar hafa kannski tekið eftir á NUDE blogginu tók ég að mér að fjalla um Airwaves fyrir blaðið. Einnig sá ég um stíliseringu og tilhald í kringum tónlistar myndaþáttinn. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni og fulkomin leið til að sameina mín tvö stærstu áhugamál - tísku og tónlist! Það er ljóst að NUDE stefnir hátt og hefur sannarlega tekið íslensk tískublöð yfir á nýtt og hærra level.


Blaðið er komið út og má sjá á þessu urli :
http://viewer.zmags.com/publication/e9adb938#/e9adb938/1

Enjoy!

x

Monday, November 1, 2010

# 155

Þessir skór komu til mín í draumi í nótt...

Alveg eins, nema bara í uppáhalds litnum mínum, kóngabláum. Ég fór í þá (á leikvelli??) og þeir smellpössuðu. Svo voru þeir þægilegri en mig hefði órað fyrir.
Það kunn vera góðs viti að dreyma skó, en sagan segir að þeir tákni nýjar stefnur.
Þá er bara að bíða og sjá, en í millitíðinni, þá finnst mér þetta líka vera merki um að ég eigi að skella mér á eitt stk Lita platforms.

x