Ég er ein af þeim sem er með ákaflega hvítan húðlit á veturna. Hef aldrei notað brúnkukrem eða neitt slíkt því mér finnst ekkert ljótara en að sjá flekki, ójöfunur og ónáttúrulegan lit þegar konur nota svoleiðis. Um daginn benti Matta vinkona mín, sem er í sama húðlitspakka og ég, mér á bodylotion með glow sem hún prófaði og ég ákvað að slá til og þora að prófa eitthvað svona í fyrsta skipti. Gerði mér ferð í Target og keypti mér Jergens Natural Glow bodylotion. Prófaði svo í 3 daga varð það ánægð með niðurstöðuna að ég ákvað að deila þessu hérna með ykkur. Þetta er ekki beint brúnkukrem, meira bara svona bodylotion sem dekkir húðina örlítið, gefur henni meira líf og fallegan gljáa. Fáránlega auðvelt í notkum, þornar strax eins og venjulegt bodylotion, smitar ekki lit í föt, er bara hvítt á litinn og lyktar vel annað en flest brúnkukrem. Og það besta er að þetta er sjúklega ÓDÝRT! Ekki nema $6 sem er ekki nema ca 750 kall! Ég ákvað að googla þetta og kom í ljós að það eru þúsundir kvenna búnar að lýsa yfir ást sinni og undrun á þessu törfa bodylotoni á hinum og þessum síðum. Svo komst ég að því að það er til rakakrem fyrir andlit frá sama merki og ég var ekki lengi að skella mér á eitt svoleiðis í Duane Reade í dag fyrir $ 9. Hlakka til að sjá niðurstöðurnar eftir nokkra daga! Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er selt heima á Íslandi, en ef svo er mæli ég hiklaust með þessu.
I love this product!
amazing. have to get it ! love from Belarus :)
ReplyDeleteLove your blog
-Iryna
Æðislegar vörur en því er það ekki selt á Íslandi, amk hef ég hvergi séð það
ReplyDeleteJá ég hef líka heyrt mjög góða hluti um þessi krem, frekar ömurlegt að þetta sé ekki til á Ísl.
ReplyDeleteæ leiðinlegt að heyra, skora á einhvern að taka sig til og byrja að flytja þetta inn, myndi örugglega græða morðfjár á því!
ReplyDelete