Monday, May 24, 2010

# 102

Ef einhverjir sælkerar þarna úti eiga leið um New York, þá bara verð ég að mæla með tveimur stöðum sem eru MÖST að heimsækja.

My favorite desert places in NY.

16 Handles

Ég vissi ekki af þessum stað fyrr en fyrir sorglega stuttu og mér finnst það ekkert smá leiðinlegt því þarna er að finna BESTA Frozen Yogurt í heimi og þá er ég ekki að ýkja. Þetta er self service með allskonar bragðtegundum (t.d hnetusmjör, súkkulaði, vanillu, pecan hnetu, myntu, afmælisköku, cookies & cream o.s.frv.) og svo er einnig borð með öllum þeim toppings sem nokkurn gæti lyst, allt frá hnetum til ferskra ávaxta og mitt allra uppáhalds- cookie dough! Og það besta er að það er enginn viðbættur sykur og mjög lítil fita svo maður getur borðað þetta (næstum) samviskubitslaust. Of gott til að vera satt.

16 Handles
153 2nd Ave bt 10th & 9th st.
East Village

ice cream


ice cream

Magnolia Bakery

Margir hafa eflaust heyrt um þetta frægasta bakarí New York borgar. Það sérhæfir sig í Cup Cakes og gerir þær svo sannarlega í öllum stærðum og gerðum. Ég gerir mér ósjaldan ferð þangað, því það er algjörlega þess virði í hvert skipti. Kremið er svo létt að það er eins og að borða ský eins og við Birta vinkona ákváðum að orða það. Bakaríið hefur komið fyrir í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, t.d Sex and the City. Stemmingin er líka svo skemmtileg, beint á móti er lítill garður, svo eru þarna Marc Jacobs búðir, gamlar bókabúðir, góðir veitingastaðir og ýmist fleira. Ekki skemmir fyrir að það er ósjaldan sem celebarnir taka sér göngutúr þarna (Ég sá Ed Westwick og Chase Craford þar um daginn t.d). Uppáhalds mínar eru banana, red velvet og pecan hnetu.

Magnolia Bakery
401 Bleecker st on the corner of west 11th st.
West Village

magnolia bakery

magnolia-bakery-cupcakes-trays-580cs020310.jpg
P.s. Afsakið fáránlega mikið af enskuslettum í þessu bloggi.
x

5 comments:

  1. Sólveig JóhannaMay 24, 2010 at 2:44 PM

    Ed Westwick og Chase Crawford. I hate you.

    ReplyDelete
  2. þrái að smakka cupcakes frá magnolia, svo girnilegar og fallegar!

    ReplyDelete
  3. vá þessar möffins eru mega girnilegar !!

    ReplyDelete
  4. ég save-a þessar adressur klárlega! takk fyrir :)

    ReplyDelete
  5. om nom nom, hef heyrt um Magnolia (og séð í sex and the city) en ekki hitt en om nom nommi nom hvað mig langar í ferð þangað núna og gera mér leið að þessu og fá mér gott að borða..mmmmmmmmm!

    ReplyDelete

SHARE THE LOVE