Friday, December 31, 2010

# 173

Elsku þið!

GLEÐILEGT ÁRIÐ 2011


© Jói Kjartans


Megi það verða ykkur gæfuríkt og farsælt.

Kossar og knús

Þórhildur

Sunday, December 26, 2010

# 172

Árið 2010 hefur verið afar gott tónlistrár. Í gamni setti ég saman smá lista.

Topp uppáhalds fimm Íslenskar plötur árið 2010.

Jónsi- Go
Agent Fresco - A Long Time Listening
Apparat Organ Quartet - Pólófónía
Móses Hightower - Búum til börn
Ensími - Gæludýr

Þær sem komust nálægt í engri sérstakri röð.

Retro Stefson - Kimbabwe
Seabear - We Built a Fire
Amiina - Puzzle
Ólafur Arnalds - And They Have Escaped The Weight of Darkness

Topp fimm uppáhalds erlendar plötur árið 2010.

Arcade Fire- The Suburbs
Sufjan Stevens - Age of Adz
Twin Shadow - Forget
The National - High Violet
Gorillaz - Plastic Beach

Þær sem komust nálægt í engri sérstakri röð.

Caribou - Swim
Vampire Weekend - Contra
Beach House - Teen Dream
Crystal Castles - Crystal Castles


Friday, December 24, 2010

# 171



Kæru lesendur nær og fjær.


Mig langar til að óska ykkur gleðilegra jóla og þakka fyrir samfylgdina á árinu 2010. Hafið það nú yndislegt í faðmi fjölskyldu og vina.






Kærar hátíðarkveðjur úr sveitinni.
Þórhildur Þorkels.

Monday, December 13, 2010

# 170

Rokk og Rósir
Jól 2010
Myndir: Katrín Braga
Módel: Brynja Jónbjarnardóttir
Stílisering: Þórhildur Þorkelsdóttir
Förðun: Perla Grönvold

Allur fatnaður og skart er úr Rokki og Rósum.




Sunday, December 12, 2010

# 169



Bróðir minn kom færandi hendi frá Noregi í fyrradag. Ég elska MONKI.

x

Friday, December 10, 2010

# 168

Jóla - Fatamarkaður!

Við ætlum að hreinsa út úr fataskápunum vegna plássleysis og selja gersemarnar á spottprís laugardaginn 11.des næstkomandi. Við verðum á efri hæð Priksins, Laugarvegi, og byrja herlegheitin kl 5. Þess má geta að þetta kvöld verða flestar verslanir á Laugarvegi opnar til kl. 22.00, svo það er um að gera að fá sér göngutúr í bæinn, kíkja í búðir, fá sér kakó eða bjór og gera góð kaup!
kjólar, skyrtur, yfirhafnir, skór skart og miklu meira fínerí!

Hlökkum til að sjá ykkur.

Þórhildur Þorkels, Kristjana Margrét og Hulda Halldóra.

Wednesday, December 8, 2010

# 167

Nú geta dömur og herrar með áhuga á tísku farið að hlakka til!


Nýlega skipti verslunin GK Reykjavík um eigendur. Það eru ýmsar breytingar í gangi og ég frétti í dag að þau verða m.a. komin með Jeffrey Campbell skó í búðina um helgina. Skórnir verða á svipuðu verði og í Einveru og nokkrar týpur í boði. Einnig eru þau að taka inn skart frá minni uppáhalds skartgripalínu, Fashionology! Svo er Guðmundur Jörundsson, sem nýlega hannaði línu fyrir Herrafataverzlun Kormáls og Skjaldar, líka að fara að hanna nýja fatalínu fyrir búðina núna í vor svo það er í nógu að snúast, spennó!


Ég elska þegar fólk sýnir framtaksemi og úrvalið eykst, bara jákvætt!


Hvet alla eindregið til að tékka á þessu.


x

Thursday, December 2, 2010

# 166

Dazed & Confused gerði nýlega heimildarmynd um efnahagshrunið, Airwaves og listir á Íslandi undir heitinu Northen Lights.

"Dazed presents a documentary about the new creative genaration in Iceland after the economic crisis"


x

Wednesday, December 1, 2010

# 165

Meiriháttar shoegasm í boði ACNE


Stílhreinir og ganga við allt en með detailum sem gera þá einstaka. Elska þetta. Efst á skódagskránni - pistol boots!

x

Monday, November 29, 2010

# 164

Nokkur lög sem mér finnst verðskulda að ná til eyrna fólks, innlennt og erlent. Bara svona eitthvað fyrir svefninn.

Gorillaz covera The xx, geðveikt.

Crystal Castels feat Robert Smith - Not In Love. Ólíklegt combó sem svínvirkar, góður texti líka.

Nýtt og langþráð frá Apparat Organ Quartet, elska þetta, get ekki beðið eftir plötunni! Allt að sjálfsögðu í boði gogoyoko.

Þeir sem eru að leita að íslensku plötu ársins þurfa ekki að leita langt yfir skammt því hún er fundin: A Long Time Listening með Agent Fresco. Ég á erfitt með að finna mér uppáhalds lag því þau eru hvert öðru betra. Jafn vandaðan grip hef ég ekki séð (heyrt) lengi lengi. Bravissimo.


Góða nótt gott fólk.

x

Sunday, November 28, 2010

# 163


Fyrir nokkrum vikum síðan keypti ég mér þennan jakka í Rauðakrossbúðinni á Laugarveginum. Þetta er enginn venjulegur jakki, heldur hinn fullkomni mokkajakki. Úr yndislegu mjúku kindaleðri, allur fóðraður að innan, meira að segja í vösunum. Þegar ég var búin að eiga hann í nokkra daga tók ég eftir leynivasa innan í honum. Í vasanum fann ég svo dálítið skemmtilegt:
Þessa ljósmynd. Mér finnst hún alveg stórmerkileg. Hún er augljóslega brennd og það eina sem stendur á henni er ártalið 1967 fyrir miðja mynd til hægri. Það er undarlegt, því það sést ekkert á jakkanum og ég myndi halda að hann væri næstum ónotaður.
Þekkir einhver þetta fólk? Mikil ösköp er ég forvitin. Ég er svo rómantísk í mér að ég ræð ekki við að láta hugann reika og hugsa um hver sagan á bak við ljósmyndina og jakkann sjálfan sé.

Ef að svo ólíklega vill til að einhver þarna úti kannst við fólkið á myndinni, sendið mér línu á thorhildurthorkelshjáyahoo.com.

x

Tuesday, November 23, 2010

# 162

Elsku jólasveinn.
Ég gæti vel hugsað mér að eignast eftirtalda hluti.


Fallega 2011 dagbók - með dagsetningum og heilum síðum fyrir hvern dag.


Clinique húðlínu - því mig vantar hana.


Skartgripatré úr Epal - því það er fallegt og ég þoli ekki að hafa skart ofan í skúffu.
Skartgripatré, plexi svart

Aveda Camomille hárnæringu - því ég á sjampóið og það er best en hafði ekki efni á báðu.


Þessa sokka frá Royal Extreme, því þeir eru svo ótrúlega fínir.

Kron by KronKron sokkabuxur í öllum gerðum - útaf því augljósa.
e


Einlæg kveðja 

Þórhildur


Sunday, November 21, 2010

# 160

Ég ætlaði að blogga um fallega hluti, en blogspot er með leiðindi og vill ekki leifa mér að setja inn myndir, svo ég set bara inn svefntónlist í staðinn









Það er BRJÁLAÐ að gera, ég andast það eru svo mikið af skilafrestum í lífi mínu. Verð duglegri að blogga í desember og frameftir. En mig langaði líka að spyrja ykkur out there, hvað þið viljið sjá á þessu bloggi? meiri tónlist, meira persónulegt, meiri outfit, skipta yfir í tumblr, eitthvað?


x

Sunday, November 14, 2010

# 159


Fullkomið outfit, elska leðurvestið með vængjunum og stígvélin.


x

Monday, November 8, 2010

# 158

Airwaves outfits.

miðvikudagur


Fimmtudagur


Föstudagur


Laugardagur


Sunnudagur



Allt brjálað að gera í skúlen og öðru. Styttist í útskrift, jólin, nýtt ár, ný ævintýri og allt bara.

xo

Tuesday, November 2, 2010

# 157

Nýju Matt & Kim, Belle and Sebastian og Sufjan Stevens plöturnar komnar inn í iTunes, nýja Ensími og Best of Bang Gang koma út í vikunni. Ég held nú bara að það sé ekki hægt að biðja um mikið meira.




x

# 156

Eins og sum ykkar hafa kannski tekið eftir á NUDE blogginu tók ég að mér að fjalla um Airwaves fyrir blaðið. Einnig sá ég um stíliseringu og tilhald í kringum tónlistar myndaþáttinn. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni og fulkomin leið til að sameina mín tvö stærstu áhugamál - tísku og tónlist! Það er ljóst að NUDE stefnir hátt og hefur sannarlega tekið íslensk tískublöð yfir á nýtt og hærra level.


Blaðið er komið út og má sjá á þessu urli :
http://viewer.zmags.com/publication/e9adb938#/e9adb938/1

Enjoy!

x

Monday, November 1, 2010

# 155

Þessir skór komu til mín í draumi í nótt...

Alveg eins, nema bara í uppáhalds litnum mínum, kóngabláum. Ég fór í þá (á leikvelli??) og þeir smellpössuðu. Svo voru þeir þægilegri en mig hefði órað fyrir.
Það kunn vera góðs viti að dreyma skó, en sagan segir að þeir tákni nýjar stefnur.
Þá er bara að bíða og sjá, en í millitíðinni, þá finnst mér þetta líka vera merki um að ég eigi að skella mér á eitt stk Lita platforms.

x

Monday, October 25, 2010

# 154

Videoið sem ég lék í fyrir einhverjum mánuðum síðan er komið inn á testmag.co.uk. Þetta reyndist vera mun stærra verkefni en ég hélt. Philip Smiley, listamaðurinn sem teiknar umhverfið, hefur unnið fyrir brands á borð við Stellu McCartney og Burberry og konan sem á testmag er listrænn stjórnandi hjá Vogue uk. Myndbandið var tekið upp í háklassa stúdíói þar sem bönd eins og LCD Soundsystem tóku nýlega upp tónlistarmyndbönd. Svo voru haldar frumsýningar fyrir 300 manns á bæði New York og London fashion week! Ég ákvað að posta þessu hér þó ég fái kjánahroll niður í tær af vægast sagt meðal góðum leiklistarhæfileikum hjá sjálfri mér, en hvað um það.

Freakscape II from TEST on Vimeo.


x

Sunday, October 24, 2010

# 153

ÚTSALA

í Rokk & Rósum
Verð frá 1000-7000 kr.

Kíkið við og gerið snilldarkaup!

x

Tuesday, October 19, 2010

# 152

Birta Ísólfsdóttir Lookbook







Ég á svo hæfileikaríka vinkonu sem útskrifaðist úr Listaháskólanum núna í vor. Þetta er hluti af lookbook sem við gerðum fyrir útskriftarverkefnið hennar. Enn og aftur tók tók snillingurinn Kristjana Margrét myndirnar, Erla Kristín er módelið, Bergrún Helgadóttir sá um förðun og ég um stíliseringu.

Monday, October 11, 2010

# 151

Iceland Airwaves









Þétt skipaðasta en jafnframt skemmtilegasta vika ársins hófst í dag, ást, gleði og hamingja!